HSK/Selfoss bikarmeistarar 15 ára og yngri

Bikarmeistarar HSK/Selfoss í flokki 15 ára og yngri sumarið 2018. Ljósmynd/HSK

Lið HSK/Selfoss sigraði í Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands 15 ára og yngri sem fram fór í Kaplakrika í Hafnarfirði í dag í dag. Þetta er þriðja árið í röð sem HSK sigrar í bikarkeppninni.

Alls mættu 140 keppendur víðs vegar af landinu til að etja kappi í tuttugu greinum. Tíu lið til voru skráð til keppni í flokki stúlkna og átta lið í flokki pilta.

Mikið var um persónulegar bætingar þar sem aðstæður í Hafnarfirði voru með besta móti í dag, hlýtt í veðri og logn.

Í heildarstigakeppninni sigraði sameiginlegt lið HSK og Selfoss með 141 stig. Í öðru sæti varð UFA/HSÞ með 134 stig og í því þriðja varð FH með 105 stig. Í stúlknakeppninni sigraði UFA/HSÞ með 86 stig og í piltakeppninni sigraði HSK/Selfoss með 70 stig.

HSK/Selfoss sendi tvö lið til leiks. B-lið HSK/Selfoss varð í 7. sæti í heildarstigakeppninni og náði 2. sæti í piltaflokki.

Nánari úrslit í liðakeppninni:

Stúlknaflokkur:

  1. UFA/HSÞ 86 stig
  2. FH 80 stig
  3. HSK/Selfoss A-lið 71 stig

Piltaflokkur:

  1. HSK/Selfoss A-lið 70 stig
  2. HSK/Selfoss B-lið 50 stig
  3. UFA/HSÞ 48 stig

Samanlögð úrslit:

  1. HSK/Selfoss A-lið 141 stig
  2. UFA/HSÞ 134 stig
  3. FH 105 stig
Fyrri greinÆgir vann mikilvægan sigur – KFR slátraði Stál-úlfi
Næsta greinÞingvellir – í og úr sjónmáli