Hamar missti af úrslitakeppninni

Hamar tapaði 1-2 gegn Ými í sannkölluðum sex stiga leik í toppslag A-riðils 4. deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi.

Hamar þurfti nauðsynlega á sigri að halda til þess að eiga möguleika á sæti í úrslitakeppninni en með tapinu eru Hvergerðingar úr leik í þeirri baráttu.

Ýmir komst yfir á 27. mínútu en Óskar Dagur Eyjólfsson jafnaði metin fyrir Hamar á 40. mínútu og staðan var 1-1 í hálfleik. Sigurmark Ýmis kom svo á 55. mínútu og þrátt fyrir góðar tilraunir beggja liða urðu mörkin ekki fleiri.

Eftir leikinn hefur Ýmir 28 stig í toppsæti riðilsins en Hamar er í 4. sæti með 21 stig þegar ein umferð er eftir.

Fyrri grein„Öll gítarsóló spiluð á fiðlu“
Næsta greinUndirskriftarlistanir afhentir sveitarfélaginu