Selfyssingar komnir á botninn

Dean Martin. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfyssingar eru komnir í botnsæti Inkassodeildar karla í knattspyrnu eftir 3-1 tap á útivelli gegn fyrrum botnliði Magna frá Grenivík.

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en Selfyssingar áttu fínar sóknir inn á milli. Það voru hins vegar heimamenn sem voru fyrri til að skora á 44. mínútu og staðan í hálfleik var 1-0.

Selfyssingar sóttu stíft í seinni hálfleiknum og á 70. mínútu varð algjör vendipunktur í leiknum. Selfyssingar byggðu upp frábæra sókn og fengu dauðafæri en skalli Hrvoje Tokic var frábærlega varinn af stuttu færi. Magnamenn geystust upp í sókn og skoruðu nokkrum sekúndum síðar, 2-0 eftir klaufagang í vörn Selfoss.

Tveimur mínútum síðar minnkaði Aron Ými Pétursson muninn í 2-1 með skoti úr vítateignum uppúr hornspyrnu. Selfyssingar færðu sig framar og reyndu allt hvað af tók að finna jöfnunarmarkið en Magnamenn refsuðu þeim fyrir það með marki úr skyndisókn á 87. mínútu. Lokatölur 3-1 og Selfyssingar komnir á botninn.

Staðan í botnbaráttunni er mjög jöfn. Selfoss hefur 11 stig í 12. sæti deildarinnar en þar fyrir ofan eru Magni með 12 stig, Njarðvík og ÍR með 13 stig og Haukar með 14 stig.

Fyrri greinMinnisvarði um Viggu gömlu afhjúpaður í Skeiðflatar-kirkjugarði
Næsta greinSelfoss lagði ÍR á Ragnarsmótinu