„Þurftum að berjast þvílíkt fyrir þessu“

Magdalena Reimus skoraði sigurmark Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss vann gríðarlega mikilvægan útisigur á KR í Pepsideild kvenna í knattspyrnu í kvöld og færði sig þar með af hættusvæðinu á stigatöflunni.

„Við vor­um vel skipu­lagðar og gerðum það sem við lögðum upp með. Það var erfitt að búa til færi í sókn­ar­leikn­um en við náðum leysa það í lok fyrri hálfleiks­ins. Svo var bara því­lík bar­átta í KR liðinu í seinni hálfleik og við þurft­um að berj­ast því­líkt fyr­ir þessu,” sagði Magdalena Reimus, markaskorari Selfoss, í viðtali við mbl.is eftir leik.

Lokatölur urðu 0-1 en Magdalena skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Selfyssingar voru mun sterkari í fyrri hálfleik og forystan í leikhléi var verðskulduð.

Selfoss hafði áfram góð tök á leiknum í síðari hálfleik en KR-ingar komust betur inn í leikinn á lokakaflanum sem var mjög spennandi. Selfossvörnin hélt en bæði lið fengu reyndar prýðileg marktækifæri á lokamínútunum.

Selfoss hefur nú 12 stig í 7. sæti deildarinnar en KR situr eftir í fallsæti, 9. sætinu, með 6 stig.

Fyrri greinMatthildur ráðin bæjarstjóri í Hornafirði
Næsta greinTæpt tap gegn toppliðinu