Dagur Fannar setti héraðsmet í tugþraut

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Dagur Fannar á ferðinni á héraðsmóti HSK á dögunum þar sem hann var annar af stigahæstu keppendunum í karlaflokki. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Dagur Fannar Einarsson, Umf. Selfoss, stórbætti HSK metið í tugþraut í flokki 16-17 ára á Meistaramóti Íslands í fjölþrautum sem haldið var í Reykjavík dagana 23. og 24. júní sl.

Dagur stóð sig frábærlega og varð annar í flokki 16 – 17 ára með 5.602 stig. Hann bætti sinn persónulega árangur í þremur greinum, eða 1.500 m hlaupi, hástökki og spjótasti. Styrmir Dan Steinunnarson átti gamla metið sem var 5.284 stig.

Marta María Bozovic Siljudóttir keppti í sjöþraut í flokki 16 – 17 ára og varð önnur með 2.920 stig og bætti sig í 200 m hlaupi.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti