Andrea fyrst í mark í Bláskógaskokkinu

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Hlauparar í Bláskógaskokkinu við rásmarkið. Ljósmynd/Magnús Jóhannsson

Hið árlega Bláskógaskokk HSK var haldið 23. júní síðastliðinn. Hlaupið gekk vel þrátt fyrir leiðinda veður, mótvind og rigningu.

Hlaupnar voru 10 mílur frá Gjábakka og um gamla veginn um Lyngdalsheiði að Laugarvatni.

Andrea Kolbeinsdóttir kom fyrst í mark í hlaupinu og sigraði í kvennaflokki á tímanum 1:08,07 klst. Arnar Pétursson sigraði í karlaflokki á 1:08,24 klst. 

Hlaupurum var síðan boðið í Fontana að hlaupi loknu  og þar fór fram verðlaunaafhending.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti