Atli tekur við Hamarsliðinu

Knattspyrnudeild Hamars og Atli Eðvaldsson hafa komist að samkomulagi um að Atli stýri liði Hamars út leiktíðina í 4. deild karla.

Atli tekur við þjálfun liðsins eftir að Dusan Ivkovic sagði óvænt upp störfum í síðustu viku. Hamar situr á toppi A-riðils og hefur ekki tapað leik í deildinni í sumar.

Atla þarf ekki að kynna fyrir íslenskum knattspyrnuunnendum. Þessi fyrrum landsliðsmaður þjálfaði íslenska landsliðið árin 1999 til 2003 auk þess sem hann hefur þjálfað fjölda félagsliða í efstu deild á Íslandi og í Svíþjóð.

Fyrri greinÍtalskur fiðlusnillingur á fyrstu helgi sumartónleika
Næsta grein24 sækja um sveitarstjórastarf í Bláskógabyggð