Selfyssingar sigruðu með yfirburðum

Héraðsleikar HSK í frjálsum íþróttum og aldursflokkamót 11–14 ára voru haldin í Þorlákshöfn 10. júní síðastliðinn. Keppendur frá átta aðildarfélögum héraðssambandsins mættu til leiks.

Á héraðsleikunum fengu allir jafna viðurkenningu í lok móts, en á aldursflokkamótinu var keppt um gull, silfur og brons í öllum greinum.

Keppnin á aldursflokkamótinu var jafnframt stigakeppni milli félaga.

Selfyssingar unnu með yfirburðum, hlutu 493,5 stig, Hrunamenn urðu í öðru með 239,5 stig og Hekla varð í þriðja með 101 stig.

Fyrri greinFæranleg skoðunarstöð Aðalskoðunar á Selfossi
Næsta greinGarðar ráðinn verkefnastjóri unglingalandsmótsins