Árborg steinlá á heimavelli

Knattspyrnufélag Árborgar tapaði sínum fyrsta leik í 4. deild karla í knattspyrnu í sumar þegar KFS kom í heimsókn á Selfossvöll í kvöld.

Gestirnir komust yfir á 14. mínútu en Eyþór Helgi Birgisson og Anton Ingi Sigurðarson svöruðu fyrir Árborg sem komst í 2-1. KFS jafnaði metin á lokamínútu fyrri hálfleiks og staðan var 2-2 í leikhléi.

Árborg sótti mikið í seinni hálfleik en tókst ekki að nýta færin. Eyjamenn refsuðu þeim grimmilega fyrir mistökin og bættu við þremur mörkum á tuttugu mínútna kafla. Lokatölur urðu 2-5.

Þrátt fyrir tapið heldur Árborg toppsætinu með 12 stig, en KFS er í 2. sæti, einnig með 12 stig.

Fyrri greinMáni Snær íþróttamaður Hrunamannahrepps
Næsta greinUmhverfisverðlaun í Rima 6 og Ölvisholt