Gestirnir röðuðu sér í efstu sætin

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Þrjú efstu á mótinu. Ljósmynd/Skyttur

Skotfélagið Skyttur hélt BR50 mót síðastliðinn fimmtudag á skotvæðinu á Geitasandi. Mættu sjö keppendur til leiks og þar af fjórir frá Skotgrund Skotíþróttafélagi Snæfellsnes.

Veður var gott en vindur var nokkuð krefjandi eins og keppendur fengu að finna en keppt var í þremur riðlum.

Gestirnir af Snæfellsnesi röðuðu sér í þrjú efstu sætin en leikar fóru þannig að Heiða Lára Guðmundsdóttir sigraði mótið með 224 stig,  Eyjólfur Sigurðsson var í öðru sæti með 213 stig og Pétur Már Ólafsson var í þriðja sæti með 190 stig.

Efstur heimamanna var Magnús Ragnarsson í fjórða sæti með 189 stig.


  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti