Happafengur fyrir Hamar

Everage Richardson, stigahæsti leikmaður 1. deildar karla í körfubolta í vetur hefur samið við Hamar í Hveragerði um að leika með liðinu á komandi tímabili.

karfan.is greinir frá þessu.

Richardson skoraði 38,9 stig að meðaltali í leik með liði Gnúpverja í vetur sem endaði í 6. sæti deildarinnar, þá tók hann þar að auki 9,3 fráköst og gaf 5,5 stoðsendingar. Ljóst er að leikmaðurinn er mikill happafengur fyrir Hamar.

Everage hittir í Hveragerði sinn fyrrum þjálfara frá því í vetur hjá Gnúpverjum, Máté Dalmay, en hann samdi við liðið á dögunum.

Þá hafa Hamarsmenn einnig fengið Geir Helgason til liðs við sig. Geir kemur til Hveragerðis frá Snæfelli en þar hefur hann leikið síðustu tvö árin, og áður lék hann með FSu en Geir er uppalinn hjá Hrunamönnum eins og Maté þjálfari.


Máté Dalmay og Geir Helgason. Ljósmynd/Hamarsport

Fyrri greinÖlfus sigraði í Útsvarinu
Næsta greinLeitað að manni í Ölfusá