„Fannst við heilt yfir betri“

Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss tapaði naumlega fyrir Stjörnunni á útivelli í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur í Garðabænum urðu 1-0.

„Ég er ótrúlega stoltur af liðinu mínu. Mér fannst við vera betri aðilinn heilt yfir í leiknum,“ sagði Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, í samtali við fotbolti.net eftir leik. „Við fáum klaufalegt mark á okkur úr innkasti. Við erum að reyna bæta okkur í spilinu og skapa okkur fleiri sénsa en það vantar aðeins gredduna í boxið.“

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en eina mark leiksins leit dagsins ljós á 22. mínútu þegar Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir skoraði gott skallamark fyrir Stjörnuna.

Selfyssingar hófu seinni hálfleikinn af miklum krafti og pressuðu stíft að marki Stjörnunnar. Inn vildi boltinn þó ekki þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og nokkur dauðafæri.

Selfoss er í 9. sæti deildarinnar án stiga að loknum þremur umferðum.

Fyrri grein„Gríðarlega stolt af þessum samningi“
Næsta greinRósa Matt: Ég valdi að búa í Flóahreppi