Hrafnhildur lánuð í Selfoss

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Hrafnhildur Hauksdóttir fagnar marki með Selfyssingum. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Knattspyrnukonan Hrafnhildur Hauksdóttir frá Hvolsvelli er aftur komin í vínrauðu treyjuna en Selfoss hefur fengið hana lánaða frá Val.

Hrafnhildur er 22 ára varnarmaður og er óhætt að segja að hún þekki vel til á Selfossi. Hún lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2013 og hefur alls leikið 100 meistaraflokksleiki fyrir Selfoss.

Hrafnhildur gekk í raðir Vals veturinn 2016 og spilaði 12 leiki í Pepsideildinni í fyrra. Hún á að baki fjóra A-landsleiki.

Hrafnhildur er komin með leikheimild en Selfoss heimsækir Stjörnuna í Garðabæinn í Pepsideildinni í kvöld.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti