Árborg í úrslitaleikinn

Knattspyrnufélag Árborgar tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik C-deildar Lengjubikars karla í knattspyrnu með því að leggja Mídas að velli í undanúrslitaleik.

Liðin mættust á Víkingsvellinum í Fossvogi og var um hörkuleik að ræða sem var markalaus allt fram á 75. mínútu. Magnús Helgi Sigurðsson braut þá ísinn og skoraði eina mark leiksins.

Árborg sigraði 0-1 og mætir annað hvort Ými eða ÍH í úrslitaleiknum á uppstigningardag.

Fyrri greinSelfoss fékk skell á útivelli
Næsta greinEggert Valur: Af miðbæjarmálum