73 keppendur mættu á meistaramót HSK í badminton

Hamar sigraði í stigakeppni félaganna á meistaramóti HSK í badminton sem haldið var í Þorlákshöfn 22. apríl síðastliðinn. Keppendur voru 73 talsins frá þremur félögum; Dímon, Hamri og Þór.

Á mótinu var stigakeppni milli félaganna, þar sem keppt var um HSK-meistaratitilinn. Hamar fór með sigur úr býtum með 82 stig, Umf. Þór var í öðru sæti með 47 stig og Dímon í þriðja með 17 stig. Mótið gekk mjög vel fyrir sig og fóru allir ánægðir heim.

Ekki var keppt um sæti í flokkum 11 ára og yngri, en HSK meistarar í flokkum -13 ára til 40 ára og eldri urðu þau Ísar Máni Gíslason, Þór, Þórdís Páley Guðnadóttir, Þór, Valþór Viggó Magnússon, Hamri, Margrét Guangbing Hu, Hamri, Valþór Viggó Magnússon, Hamri, Óskar Ingi Halldórsson, Hamri, Þórey Katla Brynjarsdóttir, Þór, Tómas Örn Snorrason, Hamri, Elín Hrönn Jónsdóttir, Hamri, Tómas Örn Snorrason, Hamri og Ruyi Zhao, Hamri.

Heildarúrslit eru á www.hsk.is.

Fyrri greinÁtta sækja um embætti sýslumanns
Næsta greinMarþræðir í Húsinu á Eyrarbakka