Hamar úr leik eftir markaveislu

Hamar er úr leik í Mjólkurbikar karla í knattspyrnu eftir markaveislu á Grýluvelli í dag þegar Víkingur Ólafsvík kom í heimsókn.

Vikingur er eitt sterkasta liðið í Inkasso-deildinni á meðan Hamar leikur í 4. deild og því var við ramman reip að draga hjá Hvergerðingum.

Byrjunin var frábær hjá Hamri en Sam Malson skoraði tvívegis og staðan var 2-0 á 25. mínútu. Gestirnir svöruðu fyrir sig með þremur mörkum á tíu mínútna kafla og staðan var 2-3 í hálfleik.

Víkingur komst í 2-4 í upphafi seinni hálfleiks og gestirnir bættu svo við fimmta markinu á 82. mínútu. Dimitrije Pobulic minnkaði muninn fyrir Hamar skömmu fyrir leikslok og lokatölur urðu 3-5.

Fyrri grein„Orkan og handboltinn – þetta var alvöru“
Næsta greinGrýlupottahlaup 4/2018 – Úrslit