Hamar vann titilinn í tuttugasta sinn

Seinni hluti héraðsmóts kvenna í blaki var haldinn á Flúðum 10. apríl síðastliðinn. Sjö lið tóku þátt í mótinu í vetur, en mótið hefur verið haldið nær árlega frá árinu 1981.

Framkvæmd mótsins gekk vel, undir styrkri stjórn heimakvenna á Flúðum.

Lið Hamars 1 endaði með 16 stig og tryggði sér HSK meistaratitilinn í 20. sinn og fjórða árið í röð. Dímon Hekla 1 varð í öðru sæti með 14 stig og Hrunamenn 1 í því þriðja með 11 stig, jafn mörg og Dímon Hekla 2.

Mótið í ár var það 37. í röðinni. Hamar er langsigursælasta lið keppninnar, en alls hafa níu lið unnið keppnina frá upphafi.

Fyrri grein„Samstarf starfsmanna BÁ og ON hefur verið afskaplega farsælt“
Næsta greinMargrét Harpa oddviti Á-listans í Rangárþingi ytra