Rangæingar fengu skell í bikarnum

Knattspyrnufélag Rangæinga tapaði stórt þegar liðið heimsótti Aftureldingu í 1. umferð Mjólkurbikar karla í knattspyrnu í dag.

KFR leikur í 4. deildinni en Afturelding í 2. deild. Munurinn var þó full mikill á liðunum í dag því heimamenn röðuðu inn þremur mörkum á tuttugu mínútna kafla í fyrri hálfleik og leiddu 3-0 í leikhléi.

Mosfellingar bættu öðrum þremur mörkum við í síðari hálfleik áður en Hjörvar Sigurðsson kom inn sárabótamarki fyrir KFR. Lokatölur 6-1.

Fyrri greinÁgúst efstur og Björk í 2. sæti
Næsta greinÚlfar ævintýranna á Sólheimum