Jana Lind önnur á Íslandsglímunni

Hundraðasta og áttunda Íslandsglíman fór fram í Reykjavík þann 24. mars. Keppnin var afar jöfn og skemmtileg og áhorfendur urðu vitni að spennandi keppni frá upphafi til enda.

Í glímunni um Grettisbeltið sigraði Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, UÍA og hlaut þar með sæmdarheitið glímukóngur Íslands í þriðja sinn. Í glímunni um Freyjumenið sigraði Kristín Embla Guðjónsdóttir og hlaut sæmdarheitið glímudrottning Íslands í fyrsta sinn. Jana Lind Ellertsdóttir Íþr.f. Garpi varð önnur í glímunni, annað árið í röð. Jón Gunnþór Þorsteinsson úr Umf. Þjótanda varð fjörði í karlaflokki.

Í Íslandsglímunni í ár voru fegurðarverðlaun afhent í þrettánda sinn samkvæmt reglugerð Glímusambandsins. Fegurðarglímudómarar voru þrír að vanda. Kristinn Guðnason og Ingibergur Jón Sigurðsson en formaður dómnefndar var Jón M. Ívarsson og kunngerði hann úrslit. Fegurðarverðlaun kvenna, Rósina, hlaut Jana Lind Ellertsdóttir HSK en fegurðarverðlaun karla, Hjálmshornið, kom í hlut Einars Eyþórssonar HSÞ.

Heiðursgestir mótsins voru Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands og Lilja Alfreðsdóttir Mennta- og menningamálaráðherra og sá þau um að afhenda keppendum verðlaun í mótslok.

Fyrri greinSandvíkurtjaldurinn lentur
Næsta greinNaumt tap í bikarnum