Öruggt hjá Mílunni í lokaumferðinni

Mílan vann stórsigur á ungmennaliði ÍBV í lokaumferð Grill 66 deildar karla í handbolta í Vallaskóla á Selfossi í kvöld. Lokatölur urðu 35-28.

Þeir grænu léku á als oddi í kvöld og leiddu í leikhléi, 18-11. Seinni hálfleikurinn var jafnari en Mílumenn gáfu ekkert eftir í sókninni og skoruðu mörk í öllum regnbogans litum.

Allir útispilarar Mílunnar komust á blað í kvöld en Páll Bergsson var markahæstur með 5 mörk, Andri Már Sveinsson, Árni Geir Hilmarsson, Atli Kristinsson og Einar Sindri Ólafsson skoruðu allir 4 mörk, Árni Guðmundsson 3, Eyþór Jónsson, Hannes Höskuldsson og Ari Sverrir Magnússon 2 og þeir Ketill Heiðar Hauksson, Birgir Örn Harðarson, Gunnar Páll Júlíusson og Ómar Vignir Helgason skoruðu allir 1 mark.

Sverrir Andrésson varði 13 skot í marki Mílunnar og var með 48% markvörslu. Atli Kristinsson varði 5/1 skot og var með 26% markvörslu.

Mílan lauk keppni í 1. deildinni í 9. sæti með 7 stig en sigurinn í kvöld var þriðji sigur liðsins í vetur.

Fyrri greinÆfing viðbragðsaðila í Hellisheiðarvirkjun gekk vel
Næsta greinLokun við Fjaðrárgljúfur framlengd um níu vikur