HSK bikarmeistari – Eva María setti Íslandsmet

A-lið HSK sigraði örugglega í bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands 15 ára og yngri sem haldin var í Kaplakrika í Hafnarfirði í dag.

Lið HSK sigraði með 113 stig og var 33 stigum á undan Ármenningum. B-lið HSK varð í 5. sæti í keppninni og skaut stærri félögum ref fyrir rass. Sameiginlegt lið Kötlu og KR varð í 9. sæti.

Í kvennakeppninni sigraði HSK örugglega með 63 stig en mikil spenna var í karlakeppninni þar sem Ármenningar unnu nauman sigur á HSK. Ármann fékk 52 stig og HSK 40.

Af helstu úrslitum má nefna að Eva María Baldursdóttir sigraði í hástökki stúlkna og setti Íslandsmet í 15 ára flokki þegar hún stökk 1,72 m. Eva María er búin að fjórbæta HSK metið í hástökki 15 ára stúlkna á síðustu vikum, en stökkið hennar í dag er einnig héraðsmet í 16-17 ára flokki, 18-19 ára flokki og 20-22 ára flokki.

Fyrri greinVið ætlum að skapa sátt um störf bæjarstjórnar í Árborg
Næsta greinGuðmundur Kr. kosinn heiðursformaður HSK