Þórsarar sigruðu nafna sína

Halldór Garðar skoraði 16 stig fyrir Þórsara. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þór Þorlákshöfn vann góðan sigur á Þór Akureyri í Domino's-deild karla í körfubolta á Akureyri í kvöld, 70-76.

Heimamenn byrjuðu betur í leiknum og Þorlákshafnaliðið skoraði aðeins átta stig í 1. leikhluta. Þeir grænu girtu sig þó heldur betur í brók í 2. leikhluta og komust yfir, 35-40 í leikhléi. Seinni hálfleikurinn var jafn og spennandi en Þorlákshafnar-Þórsarar héldu haus í lokin og sigruðu.

Þegar ein umferð er eftir eru Þórsarar í 9. sæti deildarinnar með 18 stig.

Tölfræði Þórs Þ.: Halldór Garðar Hermannsson 21/5 fráköst, Emil Karel Einarsson 19/4 fráköst, Chaz Calvaron Williams 16/9 fráköst/8 stoðsendingar, Adam Eiður Ásgeirsson 8, Davíð Arnar Ágústsson 8/7 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 4/5 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 4 fráköst.

Fyrri greinFyrsti sigur Selfoss í Lengjunni
Næsta greinNý hlaða í Þorlákshöfn