Richardson með risatvennu

Gnúpverjar halda áfram að gera góða hluti í 1. deild karla í körfubolta en í dag lagði liðið Snæfell á heimavelli í Fagralundi í Kópavogi, 99-95.

Gnúpverjar byrjuðu leikinn af miklum krafti og spiluðu góða vörn en Snæfell náði að finna lausnir á því í 2. leikhluta. Staðan í hálfleik var 47-40, Gnúpverjum í vil.

Gestirnir komust yfir í 3. leikhluta en Gnúpverjar kláruðu leikinn af miklum krafti og tryggðu sér góðan sigur.

Everage Richardson gerði sér lítið fyrir og skoraði 47 stig og tók 15 fráköst, auk þess að senda 8 stoðsendingar. Magnaður leikur hjá honum. Atli Örn Gunnarsson átti sömuleiðis fínan dag og var sterkur á báðum endum vallarins.

Gnúpverjar eru í 7. sæti deildarinnar með 18 stig en Snæfell er í 5. sæti með 24 stig og er á leið í úrslitakeppnina.

Tölfræði Gnúpverja: Everage Richardson 47/15 fráköst/8 stoðsendingar, Atli Örn Gunnarsson 12/7 fráköst, Bjarni Gunnarsson 11/5 fráköst, Leifur Arnarson 9/7 fráköst, Gabríel Möller 9/5 fráköst, Tómas Steindórsson 6/5 fráköst, Hraunar Karl Guðmundsson 5/4 fráköst.

Fyrri greinÁrni Steinn, Haukur og Einar framlengja
Næsta greinFyrsti sigur Selfoss í Lengjunni