Ægir byrjar vel í Lengjunni

Ægir vann góðan sigur á Vestra í B-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í Akraneshöllinni í kvöld. Kvennalið Selfoss tapaði illa á sama tíma.

Fyrri hálfleikurinn var markalaus en Ómar Örn Reynisson kom Ægi yfir á 60. mínútu. Birkir Eydal jafnaði fyrir Vestra tíu mínútum síðar en Guðmundur Garðar Sigfússon reyndist hetja Ægis þegar hann skoraði sigurmarkið á 86. mínútu leiksins. Lokatölur 1-2.

Þá hóf kvennalið Selfoss einnig keppni í Lengjubikarnum í kvöld en liðið fékk skell gegn Fylki sem sigraði 5-1 í Egilshöllinni. Fylkir leiddi 3-0 í leikhléi. Magdalena Reimus breytti stöðunni í 4-1 á 85. mínútu en Fylkir skoraði síðasta mark leiksins úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

Fyrri greinÖruggt hjá Þór gegn botnliðinu
Næsta greinKaramellubomba