Hamar vann Suðurlandsslaginn

Enn einn Suðurlandsslagurinn í 1. deild karla í körfubolta fór fram í Hveragerði í kvöld þar sem Hamar sigraði FSu 100-86.

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en Hamar leiddi í leikhléi, 45-41. Hvergerðingar voru svo sterkari í síðari hálfleik og höfðu frumkvæðið stærstan hluta hans.

Larry Thomas var bestur í liði Hamars og skoraði 15 stig, auk þess að taka 12 fráköst. Besti maður vallarins var hins vegar Antowine Lamb sem skoraði 25 stig og tók 16 fráköst fyrir FSu. Hlynur Hreinsson átti einnig frábæran leik og skoraði 28 stig.

Hamar er áfram í 2. sæti deildarinnar með 32 stig en FSu er í 8. sæti með 10 stig.

Tölfræði Hamars: Larry Thomas 15/12 fráköst/7 stoðsendingar, Julian Nelson 13/6 fráköst, Ísak Sigurðarson 13, Þorgeir Freyr Gíslason 12/5 fráköst, Jón Arnór Sverrisson 10/9 fráköst/8 stoðsendingar, Smári Hrafnsson 9/5 stoðsendingar, Arnór Ingi Ingvason 9, Dovydas Strasunskas 8/10 fráköst, Kristinn Ólafsson 4/4 fráköst, Hlynur Snær Wiium Stefánsson 3, Mikael Rúnar Kristjánsson 3, Karl Friðrik Kristjánsson 1.

Tölfræði FSu: Hlynur Hreinsson 28/6 stoðsendingar, Antowine Lamb 25/16 fráköst, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 15, Florijan Jovanov 13/10 fráköst, Maciek Klimaszewski 2, Svavar Ingi Stefánsson 2, Haukur Hreinsson 1, Ari Gylfason 5 fráköst.

Fyrri greinBáran harmar siðferðisrof og lítilsvirðingu í samfélaginu
Næsta greinÖruggt hjá Þór gegn botnliðinu