FSu gaf eftir í seinni hálfleik

FSu tapaði 65-76 þegar liðið fékk Fjölni í heimsókn í Iðu á Selfossi í kvöld í 1. deild karla í körfubolta.

FSu byrjaði reyndar betur í leiknum og hafði forystu þegar flautað var til leikhlés, 42-40. Byrjunin var hins vegar ekki góð í síðari hálfleiknum og Fjölnismenn náðu þá forskoti sem þeir héldu til leiksloka.

FSu er í 8. sæti 1. deildarinnar með 10 stig en Fjölnir er í 6. sæti með 18 stig.

Tölfræði FSu: Antowine Lamb 31/15 fráköst/3 varin skot, Florijan Jovanov 14/8 fráköst, Hlynur Hreinsson 6, Ari Gylfason 6/7 fráköst/5 stoðsendingar, Svavar Ingi Stefánsson 4, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 4.

Fyrri greinEkki hætta á flóði á meðan áin rennur undir stífluna
Næsta greinFjör á Grunnskólamóti HSK í glímu