Tap gegn toppliðinu

Hamar tapaði 53-77 þegar topplið KR kom í heimsókn í Frystikistuna í Hveragerði í 1. deild kvenna í körfubolta í dag.

Hamar byrjaði illa í leiknum og skoraði aðeins sex stig í 1. leikhluta gegn 21 stig KR-inga. Staðan í leikhléi var 22-38. KR hafði frumkvæðið í seinni hálfleik og Hamri tókst ekki að minnka muninn.

Hamar er áfram í 6. sæti deildarinnar með 8 stig en KR er langefst í deildinni með 38 stig.

Tölfræði Hamars: Gígja Marín Þorsteinsdóttir 11, Álfhildur E. Þorsteinsdóttir 10/12 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 8/7 fráköst/5 stoðsendingar, Margrét Hrund Arnarsdóttir 8/4 fráköst, Katrín Eik Össurardóttir 8/5 fráköst, Adda María Óttarsdóttir 4, Bjarney Sif Ægisdóttir 4.

Fyrri greinBaldur Þór tekur við Þórsurum
Næsta greinMiðflokkurinn býður fram í Suðurkjördæmi