Selfoss fékk Fram í bikarnum

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Teitur Örn Einarsson og félagar mæta Fram í undanúrslitum. Ljósmynd/Jóhannes Eiríksson

Selfoss dróst gegn Fram í undanúrslitum bikarkeppni karla í handbolta en dregið var í hádeginu í dag. Final-Four helgin verður í Laugardalshöllinni 9.-10. mars.

Leikur Selfoss og Fram verður föstudaginn 9. mars kl. 19:30 en í hinum leik undanúrslitanna mætast Haukar og ÍBV. Úrslitaleikurinn fer svo fram laugardaginn 10. mars kl. 16:00. 

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti