Jón Daði leikmaður mánaðarins

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Jón Daði skorar í bikarnum í janúar. Ljósmynd/Twittersíða Reading

Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson er að gera góða hluti með Reading á Englandi. Janúarmánuður var sérstaklega góður fyrir hann.

Jón Daði fékk á dögunum verðlaun fyrir mark mánaðarins hjá félaginu í dag var hann einnig útnefndur leikmaður janúarmánaðar. Það voru stuðningsmenn Reading leikmann mánaðarins. 

Jón Daði stóð sig mjög vel í janúar og skoraði fimm mörk, þar á meðal þrennu í enska bikarnum. 

Lið Reading er nú á leið til Spánar í æfingaferð en liðið er að undirbúa sig fyrir lokasprettinn í Championship-deildinni. 

Fótbolti.net greinir frá þessu

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti