Gnúpverjar sterkir á útivelli

Gnúpverjar unnu góðan sigur á Snæfelli þegar liðin mættust í Stykkishólmi í dag í 1. deild karla í körfubolta. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann.

Staðan í hálfleik var 41-40 en Gnúpverjar mættu sterkir inn í seinni hálfleikinn og hófu hann á 13-6 áhlaupi. Í upphafi 4. leikhluta leiddu Gnúpverjar 57-64 en Snæfellingar komust yfir, 74-72, þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Gnúpverjar voru hins vegar skrefinu á undan á lokakaflanum og tryggðu sér sigurinn með því að setja niður níu af tólf vítaskotum sínum á síðustu þremur mínútunum.

Eins og oft áður í vetur var Everage Richardson besti leikmaður vallarins með 38 stig og 11 fráköst fyrir Gnúpverja. Gabríel Möller átti einnig fínan leik, sem og Atli Örn Gunnarsson.

Athygli vakti að aðeins fimm leikmenn Gnúpverja skoruðu stig í dag en liðið fékk nánast ekkert framlag af bekknum.

Gnúpverjar eru áfram í 7. sæti deildarinnar, nú með 10 stig en þeirra bíður erfitt verkefni í næsta leik þegar Hamar kemur í heimsókn í Fagralund.

Tölfræði Gnúpverja: Everage Lee Richardson 38/11 fráköst, Gabríel Sindri Möller 23/9 fráköst, Atli Örn Gunnarsson 16/6 fráköst, Ægir Hreinn Bjarnason 4/4 fráköst, Hraunar Karl Guðmundsson 2, Hákon Már Bjarnason 5 fráköst.

Fyrri greinEinn fluttur með þyrlu á Landspítalann
Næsta greinBjarni íþróttamaður Bláskógabyggðar 2017