Yfirmáta öruggur heimasigur

Hamar vann mjög öruggan sigur á Fjölni í 1. deild karla í körfubolta þegar liðin mættust í Frystikistunni í Hveragerði í kvöld.

Hvergerðingar höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleik og leiddu í leikhléi, 48-39. Eftir jafnan 3. leikhluta völtuðu Hamarsmenn síðan yfir gestina í síðasta fjórðungnum þar sem þeir skoruðu 27 stig gegn 8 stigum Fjölnis. Lokatölur urðu 92-63.

Larry Thomas var yfirburðamaður á vellinum með 31 stig og 11 fráköst.

Hamar er áfram í 3. sæti deildarinnar, nú með 22 stig.

Tölfræði Hamars: Larry Thomas 31/11 fráköst/5 stolnir, Ísak Sigurðarson 13, Jón Arnór Sverrisson 12/8 fráköst/6 stoðsendingar, Dovydas Strasunskas 9, Þorgeir Freyr Gíslason 9/6 fráköst, Smári Hrafnsson 8, Arnór Ingi Ingvason 5, Mikael Rúnar Kristjánsson 3, Kristinn Ólafsson 2.

Fyrri greinGummi Tóta og Fannar Freyr með tvö lög í Söngvakeppninni
Næsta greinLeikurinn búinn í hálfleik