Viðar tryggði sínum mönnum deildarbikarmeistaratitilinn

Maccabi Tel Aviv varð í kvöld deildarbikarmeistari í Ísrael árið 2017 eftir 1-0 sigur á Hapoel Beersheva í úrslitaleik Toto bikarsins í kvöld.

Viðar Örn skoraði eina mark leiksins á 83. mínútu með frábærum skalla. Markið góða má sjá hér að neðan af Facebooksíðu Kjartans Björnssonar, faðir Viðars.

Þetta er í fimmta sinn sem Maccabi Tel Aviv vinnur Toto bikarinn og er félagið nú sigursælasta liðið í sögu keppninnar. Viðar skoraði fjögur mörk í keppninni í vetur en markið í kvöld var 36. mark hans fyrir félagið í öllum keppnum. Selfyssingurinn er á sínu öðru ári hjá ísraelska félaginu.

Fyrri greinÍslensk knattspyrna á leið í verslanir
Næsta greinÞórsarar töpuðu í Vesturbænum