Góð tilþrif á héraðsmóti í taekwondo

Héraðsmót HSK í taekwondo var haldið í íþróttahúsinu Baulu á Selfossi í síðustu viku. Keppt var í formum, bardaga og þrautabraut.

Að þessu sinni voru allir keppendur á mótinu frá Umf. Selfoss.

Mótið tókst mjög vel og sýndu keppendur góð tilþrif á keppnisvellinum, en beltapróf fór fram daginn fyrir mót.

Myndir og úrslit má sjá á heimasíðu HSK.

Fyrri greinHögni og Roforofo í Skyrgerðinni
Næsta greinBókasafnið fékk 108 ára gamlan bókaskáp að gjöf