Fyrsta HSK mótið í lyftingum fatlaðra

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Keppendur á mótinu ásamt Ólafi Oddi Sigurðssyni, þjálfara. Ljósmynd/HSK

Héraðsmót HSK í lyftingum fatlaðra, réttstöðulyftu, var haldið 2. desember síðastliðinn í Crossfit Selfoss. Mótið heppnaðist mjög vel og nokkur persónuleg met féllu.

Þetta mun vera í fyrsta sinn sem héraðmót er haldið í lyftingum fatlara.

Æfingar í lyftingum fatlaðra fara fram tvisvar í viku á vegum Íþróttafélagsins Suðra. Iðkendur eru mjög áhugasamir, bæta sig jafnt og þétt og finna hversu góð áhrif þessi íþrótt hefur á líkamlega færni þeirra.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti