Bogfimi bætist við sunnlenskar íþróttir

Skotíþróttafélagið Skyttur í Rangárvallasýslu hefur bætt við sig bogfimi sem einni af greinum sem stundaðar eru hjá félaginu.

Núna er félagið orðið aðili að Bogfiminefnd Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og þar með viðurkennt bogfimifélag.

Þetta er í fyrsta skipti sem bogfimi er í boði sem íþróttagrein hjá íþróttafélagi á sambandssvæði Héraðssambandsins Skarphéðins.

Í haust hélt Skotfélagið Skyttur námskeið í samvinnu við Indriða Ragnar Grétarsson, bogfimiþjálfara, og tókst það vel til. Í framtíðinni má því búast við eflingu á þessar grein innan félagsins.

Fyrri greinAri Bragi og Arna Stefanía heimsóttu Garp
Næsta greinMiðflokksfélag stofnað í Suðurkjördæmi