Fannar fékk framfaraverðlaunin

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Óskar Pálsson, formaður GHR. Ljósmynd/kylfingur.is

Óskar Pálsson var endurkjörinn formaður Golfklúbbsins Hellu en aðalfundur félagsins var haldinn á dögunum. Þetta verður átjánda ár Óskars sem formaður GHR.

Stjórnin gaf öll kost á sér áfram og var hún endurkjörin. Hana skipa auk Óskars þau Einar Long, varaformaður, Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir, gjaldkeri, Bjarni Jóhannsson, ritari og Gísli Jafetsson, meðstjórnandi. Varamenn í stjórn eru Guðný Rósa Tómasdóttir og Loftur Þór Pétursson.

Breytingar urðu í kappleikja-og félaganefnd, þar hætti Þórunn Sigurðardóttir, inn komu Svavar Hauksson og Guðmundur Ágúst Ingvarsson. Breytingar urðu einnig á skoðunarmönnum þar kom inn Gróa Ingólfsdóttir fyrir Svein Sigurðsson sem lést fyrr á árinu. Aðrar nefndir eru óbreyttar. 

Formaður las skýrslu stjórnar og fór yfir það helsta sem gerst hafði á árinu, þakkaði starfsfólki, stjórn og nefndarmönnum fyrir vel unnin störf á árinu.

Eins og undanfarin ár voru veitt framfaraverðlaun og var það Fannar Aron Hafsteinsson sem hlaut þau að þessu sinni.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti