Stigasöfnun FSu gengur illa

FSu tapaði enn einum leiknum í 1. deild karla í körfubolta í kvöld þegar liðið heimsótti Breiðablik í Kópavoginn.

Blikarnir höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleiknum og leiddu í leikhléi, 55-39. Seinni hálfleikurinn var jafnari en FSu tókst ekki að vinna niður forskot heimamanna.

Jett Speelman átti frábæran leik fyrir FSu og Florijan Jovanov lagði sömuleiðis sitt af mörkum.

FSu er áfram í 8. sæti deildarinnar, með 2 stig.

Tölfræði FSu: Jett Speelman 29/8 fráköst, Florijan Jovanov 19/7 fráköst, Ari Gylfason 11/6 fráköst, Maciek Klimaszewski 6, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 5, Hlynur Hreinsson 3/7 stoðsendingar, Haukur Hreinsson 2.

Fyrri greinHamar skellti toppliðinu – Gnúpverjar töpuðu
Næsta greinFyrstu landsleikir Kristrúnar og Perlu