Öruggt hjá Selfyssingum gegn botnliðinu

Selfoss vann öruggan sigur á botnliði Víkings í Olísdeild karla í handbolta í kvöld, þegar liðin mættust í Víkinni. Lokatölur urðu 25-36.

Selfoss hafði góð tök á leiknum allan tímann en staðan í hálfleik var 12-19. Munurinn var fljótlega orðinn tíu mörk í seinni hálfleiknum og aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda.

Teitur Örn Einarsson var markahæstur Selfyssinga með 10/3 mörk, Einar Sverrisson og Haukur Þrastarson skoruðu báðir 6 mörk og voru sterkir í vörninni en Haukur var með tíu löglegar stöðvanir í sókninni. Hergeir Grímsson skoraði 4, Árni Steinn Steinþórsson, Atli Ævar Ingólfsson og Alexander Egan voru allir með 3 mörk og Sverrir Pálsson skoraði 1 mark og varði fjögur skot í vörninni.

Helgi Hlynsson varði 10 skot í marki Selfoss og var með 35% markvörslu.

Selfoss er áfram í 5. sæti deildarinnar, nú með 14 stig, en Víkingur er með 3 stig á botninum.
Fyrri greinRichardson með 53 stig gegn Blikum
Næsta greinFullkomin skólphreinsistöð í Brautarholti