Unnur Dóra framlengir við Selfoss

Sóknarmaðurinn Unnur Dóra Bergsdóttir hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss, út tímabilið 2020.

Unnur Dóra er sautján ára gömul og hefur, þrátt fyrir ungan aldur, talsverða reynslu úr meistaraflokki. Hún spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki í Pepsi-deildinni í fyrra og lék svo með Selfossi í 1. deildinni í sumar, þegar liðið endurheimti sæti sitt í Pepsi-deildinni. Þá var hún einnig markahæsti leikmaður 2. flokks Selfoss á nýliðnu tímabili.

„Unnur Dóra er búin að spila undanfarin tvö ár í meistaraflokki og hefur jafnt og þétt bætt sig mikið. Hún er gríðarlega efnilegur sóknarmaður með stórt Selfosshjarta og er alltaf tilbúin að leggja sig fram fyrir félagið sitt. Það verður skemmtilegt að fylgjast með henni í Selfossbúningnum næsta sumar,“ segir Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Selfoss.

Fyrri greinKristrún kölluð inn í landsliðið
Næsta greinVé­steinn kjör­inn þjálf­ari árs­ins