Kristrún kölluð inn í landsliðið

Kristrún Steinþórsdóttir, leikmaður Selfoss, hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðið í handknattleik sem heldur til Þýskalands á föstudag.

Meiðsli í leikmannahópnum hafa sett strik í reikninginn fyrir Axel Stefánsson, þjálfara liðsins, sem brá á það ráð að kalla Kristrúnu inn í dag. Hún hefur ekki leikið A-landsleik áður fyrir Íslands hönd.

Í hópnum hittir Kristrún fyrir Perlu Ruth Albertsdóttur, samherja sinn á Selfossi.

Íslenska liðið leikur þrjá vináttulandsleiki í þessari ferð. Fyrst er leikið við Þjóðverja í Dresden á laugardag en á mánudag og þriðjudag er leikið gegn Slóvakíu. Liðið heldur heim á miðvikudag.

Fyrri greinÞjóðvegur 1 lokaður milli Markarfljóts og Víkur – Búið að opna
Næsta greinUnnur Dóra framlengir við Selfoss