Mílan gaf eftir á lokakaflanum

Mílan gaf eftir í lokin og tapaði 21-24 þegar liðið tók á móti ungmennaliði Vals í Grill 66 deild karla í handbolta í gærkvöldi.

Leikurinn var jafn framan af en þegar fimmtán mínútur voru liðnar var staðan 6-6. Mílan náði í kjölfarið þriggja marka forskoti, sem Valur minnkaði svo niður í eitt mark fyrir leikhlé, 11-10.

Mílan náði aftur þriggja marka forskoti í upphafi síðari hálfleiks en þegar seinni hálfleikur var staðan orðin 18-18. Gestirnir voru svo sterkari á lokasprettinum þó að Mílan fylgt þeim eins og skugginn til loka.

Sigurður Már Guðmundsson var markahæstur hjá Mílunni með 5/1 mörk, Páll Bergsson skoraði 4, Ari Sverrir Magnússon, Ómar Vignir Helgaon og Trausti Elvar Magnússon 3, Hannes Höskuldsson 2 og Birgir Örn Harðarson 1.

Sverrir Andrésson varði 15/1 skot í marki Mílunnar og var með 39% markvörslu.

Mílan er í 9. sæti deildarinnar með 3 stig.

Fyrri greinFólki ráðlagt að vera ekki í nágrenninu að óþörfu
Næsta greinHamar skreið framúr í lokin