Þórsarar fá nýjan leikmann

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þór Þorlákshöfn hefur samið við Bandaríkjamanninn DJ Balentine um að leika með þeim í Dominos deildinni í körfubolta í vetur.

Karfan.is greinir frá þessu.

Balentine er 24 ára, 191 cm hár bakvörður sem lék síðast fyrir Den Bosch í Hollandi. Þar áður hafði hann verið á mála hjá Pieno Zvaigzdes Pasvalys í Litháen eftir að hann lék fjögur ár með bandaríska 1. deildar háskólaliði Evansville árin 2012-16.

Fyrir er Þór með Jesse Pellot-Rosa sem erlendan leikmann í liði sínu en hann snéri sig á ökkla fyrir mánuði síðan og hefur leikið síðustu þrjá leiki meiddur. 

„Hann [Pellot-Rosa] fór í sprautu í gær og er ekki leikfær í dag. Við erum einfaldlega að meta stöðuna á þessu þar sem bati hefur verið lítill. Við erum búnir að semja við nýjan mann í ljósi stöðunnar og hann er væntanlegur á næstu dögum,“ segir Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, á vef Karfan.is.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti