Barbára Sól semur til 2020

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Barbára Sól Gísladóttir við undirritun samningsins, ásamt Svövu Svavarsdóttur stjórnarkonu Selfoss. Ljósmynd/Guðmundur Karl

Sóknarmaðurinn Barbára Sól Gísladóttir hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss.

Barbára, sem er sextán ára gömul, skrifaði undir sinn fyrsta samning við Selfoss í fyrra, en framlengdi nú út keppnistímabilið 2020.

Hún lék sína fyrstu meistaraflokksleiki í Pepsi-deildinni í fyrra og lék svo sautján leiki með Selfossi í 1. deildinni í sumar og skoraði fjögur mörk þegar liðið tryggði sér aftur sæti í deild þeirra bestu. Á lokahófi Selfoss var Barbára valin efnilegasti leikmaður meistaraflokks kvenna.

Barbára Sól hefur leikið sjö landsleiki með U17 ára liði Íslands á þessu ári og skorað í þeim tvö mörk og nýverið var hún valin í æfingahóp U19 ára landsliðsins í fyrsta sinn.

„Þrátt fyrir ungan aldur er Barbára Sól ein af okkar lykilmönnum. Með aukinni reynslu í meistaraflokki hefur hún hefur bætt sig mikið sem leikmaður og það verður gaman að fylgjast með henni spreyta sig í Pepsi-deildinni á komandi leiktíð,“ segir Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Selfoss.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti