Kristrún skoraði í fyrsta leik

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Byrjunarlið Chieti í leiknum gegn Real Colombo í gær. Ljósmynd/Chieti Calcio Femminile

Kristrún Rut Antonsdóttir skoraði eftir tvær mínútur í sínum fyrsta leik með Chieti í ítölsku B-deildinni í knattspyrnu í gær.

Chieti tók á móti botnliði Real Colombo á Stadio Guido Angelini og vann öruggan 4-0 sigur. Kristrún Rut skoraði fyrsta markið eftir tvær mínútur þegar boltinn féll fyrir hana af varnarmanni og hún renndi knettinum örugglega í netið.

Þetta var eina mark fyrri hálfleiks en Chieti bætti við þremur mörkum í síðari hálfleik og eitt þeirra kom eftir að Kristrún hafði átt skot í stöng. Hún spilaði 90 mínútur í leiknum og átti góðan leik.

Að loknum fimm umferðum er Chieti í 2. sæti í sínum riðli í Serie-B.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti