Bikardraumar Þórsara úr sögunni

Þorlákshafnar-Þórsarar eru úr leik í Maltbikarkeppni karla í körfubolta eftir tap gegn Tindastóli á Sauðárkróki í kvöd, 84-76.

Leikurinn var kaflaskiptur en heimamenn höfðu góð tök á leiknum í fyrri hálfleik og leiddu 52-29 í leikhléi. Þórsarar fengu sér malt í hálfleik og hresstust nokkuð í síðari hálfleiknum en náðu ekki að vinna niður forskot Stólanna.

Adam Ásgeirsson var stigahæstur hjá Þór með 21 stig, Halldór Garðar Hermannsson skoraði 16, Ólafur Helgi Jónsson 12, Davíð Arnar Ágústsson, Magnús Breki Þórðason og Jesse Pellot-Rosa skoruðu allir 6 stig, Óli Ragnar Alexandersson 4, Emil Karel Einarsson 3 og Snorri Hrafnkelsson 2.

Fyrri greinStál í stál gegn Haukum
Næsta greinVertu svona kona í leikhúsinu á Selfossi