FSu enn án stiga

FSu þarf enn að bíða eftir fyrstu stigum sínum í 1. deild karla í körfubolta, en í kvöld tapaði liðið heima gegn toppliði Breiðabliks.

Blikarnir voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu í leikhléi, 34-45. FSu liðið svaraði fyrir sig í 3. leikhluta og þegar síðasti fjórðungurinn hófst var staðan 61-62, Breiðablik í vil.

Fjórði leikhluti var æsispennandi, FSu náði fjögurra stiga forskoti þegar tæpar fimm mínútur voru eftir, 74-70, og voru skrefi á undan þangað til tvær mínútur voru eftir. Þá lokuðu Blikar leiknum með 6-2 áhlaupi og breyttu stöðunni úr 80-79 í 82-87 sem urðu lokatölur leiksins.

Jett Speelman var lang atkvæðamestur í liði FSu í kvöld, bæði í vörn og sókn.

Tölfræði FSu: Jett Speelman 28/11 fráköst, Hlynur Hreinsson 12, Ari Gylfason 9, Maciek Klimaszewski 8/7 fráköst, Jón Jökull Þráinsson 7/4 fráköst, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 6, Florijan Jovanov 5/4 fráköst, Haukur Hreinsson 4/4 fráköst, Hilmir Ægir Ómarsson 3.

Fyrri greinÞórsarar undir í jöfnum leik
Næsta greinListrými – Myndlist fyrir alla