Teitur með 11 í sigri á Fram

Selfyssingar unnu annan leikinn í röð í Olís-deild karla í handbolta þegar þeir heimsóttu Framara í Safamýrina í kvöld. Lokakaflinn var spennandi en Selfoss sigraði 33-35.

Jafnt var á öllum tölum í fyrri hálfleik upp í 10-10. Þá skoruðu Selfyssingar fimm mörk í röð en Fram minnkaði muninn í þrjú mörk fyrir leikhlé, 15-18.

Fram minnkaði muninn í eitt mark í upphafi síðari hálfleiks, 18-19, en þá skoraði Selfoss sex mörk í röð og breytti stöðunni í 18-25 þegar tæpar ellefu mínútur voru eftir.

Framarar voru hins vegar ekki hættir og náðu að jafna, 32-32, þegar þrjár og hálf mínúta var eftir af leiknum. Mínútu síðar var staðan 33-33 en Selfyssingar skoruðu síðustu tvö mörk leiksins og sigruðu 33-35.

Teitur Örn Einarsson var markahæstur Selfyssinga með 11/2 mörk, Haukur Þrastarson og Elvar Örn Jónsson skoruðu 6, Hergeir Grímsson 5, Atli Ævar Ingólfsson og Guðni Ingvarsson 3 og Einar Sverrisson 1. Hergeir og Haukur áttu einnig prýðilegan dag í vörninni, Hergeir með 9 brotin fríköst og Haukur með 5 skot varin í vörninni.

Helgi Hlynsson varði 7 skot og var með 29% markvörslu og Sölvi Ólafsson varði 5 skot og var með 23% markvörslu.

Fyrri greinRøst tók niðri við Land­eyja­höfn
Næsta greinRut og Richard í Hlöðunni