Sjö marka tap gegn Eyjakonum

Selfoss tapaði með sjö mörkum þegar ÍBV kom í heimsókn í Vallaskóla í dag í Olís-deild kvenna í handbolta. Selfoss hefur þrjú stig í deildinni en þetta var fyrsti tapleikur liðsins í vetur.

Selfoss leiddi framan af leik en staðan var 9-9 þegar 17 mínútur voru liðnar af leiknum. Þá tók ÍBV öll völd og náði átta marka forskoti fyrir leikhlé, 11-19. ÍBV náði að verja forskotið í síðari hálfleik en að lokum skildu sjö mörk liðin að, 25-32.

Kristrún Steinþórsdóttir var markahæst Selfyssinga með 6 mörk, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir skoraði 5/2, Katla María Magnúsdóttir og Perla Ruth Albertsdóttir 4, Hulda Dís Þrastardóttir 2/1 og þær Elva Rún Óskarsdóttir, Agnes Sigurðardóttir, Arna Kristín EInarsdóttir og Þuríður Guðjónsdóttir skoruðu allar 1 mark.

Viviann Petersen varði 5 skot í marki Selfoss og var með 16% markvörslu.

Fyrri grein„Gömlu mennirnir“ afgreiddu Hauka
Næsta greinAnd­lát: Guðni Christian Andrea­sen