Tap gegn lærisveinum Stefáns

Mílan tók í kvöld á móti KA í Grill 66 deild karla í handbolta. Lokatölur í Vallaskóla urðu 22-25.

Þjálfari KA er Stefán Árnason, fyrrverandi þjálfari Selfoss.

Mílan leiddi 7-5 um miðjan fyrri hálfleikinn en KA menn áttu síðari hluta fyrri hálfleiks og breyttu stöðunni snarlega í 9-14. Þannig stóðu leikar í hálfleik.

KA leiddi allan síðari hálfleikinn en Mílan náði að minnka muninn í þrjú mörk þegar tíu mínútur voru eftir, 19-22. Nær komust þeir þó ekki og lokatölur urðu 22-25.

Rúnar Hjálmarsson var markahæstur hjá Mílunni með 6/4 mörk, Páll Bergsson skoraði 4, Árni Felix Gíslason 3, Sigurður Guðmundsson, Gunnar Páll Júlíusson, Árni Guðmundsson og Ársæll Ársælsson skoruðu allir 2 mörk og Sverrir Andrésson 1. Sverrir varði 7 skot og Ástgeir Sigmarsson 5.

Fyrri greinMikill áhugi á lóðum í Gunnarsgerði
Næsta greinPrófkjör hafið hjá Pírötum