Tap í lokaumferðinni á Ólafsfirði

Ægismenn luku leik í 3. deild karla í knattspyrnu í gær þegar liðið sótti KF heim á Ólafsfjarðarvöll.

Pálmi Þór Ásbergsson kom Ægismönnum yfir á 12. mínútu leiksins en heimamenn náðu að jafna með marki úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Staðan var 1-1 í leikhléi.

Í upphafi síðari hálfleiks skoraði Aco Pandurevic svo sjálfsmark og kom KF í forystuna. Þetta reyndist eina mark síðari hálfleiksins svo lokatölur urðu 2-1.

Ægir endaði í 7. sæti 3. deildarinnar með 21 stig og sigldi lygnan sjó í lokaumferðum deildarinnar.

Fyrri grein„Þetta var skelfileg frammistaða“
Næsta grein„Allir að gefa sitt í þetta“